Mig langaði bara að deila með ykkur smávegis..
Ég efast ekki um að þið séuð öll að fylgjast með ástandinu á Íslandi eins og við hér. Ég fékk þessa söngtexta senda í síðustu viku (takk María) :) En það er mikilvægt að hella sér sér ekki í eintómar áhyggjur og því er ég að setja þetta hér inn :) Svo eru líka tvö myndbönd hér sem ég mæli með að þið skoðið.
Nýr texti við lagið söknuð með Villa Vil
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Nýji texti við ísland er land þítt
Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt
Takk æðislega fyrir flatköku uppskriftirnar Sif :) við prufum fljótlega og látum vita hvernig gengur.. *Það er hægt að sjá þær fyrir neðan síðasta sem var skrifað í ''Comments'' :)