Annars er hægt að kommenta/setja inn athugasemdir. Endilega hafið samband og sendið linkana ykkar ef þið viljið vera skráð hér til hliðar svo við getum verið í sambandi.
Ég heiti Emma, (Dagný Emma) og er Formaður íslendingafélagsins á suður eyjunni, en eins og þið vitið þá er sú netslóð dottin niður, einnig er lítið að gerast á iceland.net.nz síðunni þar sem hann Baddi setti hana upp og síðan hefur enginn getað tekið við.
Við töldum þessa síðu vænan kost, enda er hún ókeypis og auðveldara fyrir fleiri að fá aðgang að henni.
Sigún Edda hefur staðið sig mjög vel sem formaður íslendingafélagsins á norður eyjunni, og tekið saman fínan nafnalista (sem væri mjög gott að hafa hérna inni)
Ekki er mikill áhugi fyrir að greiða félagsgjöld, enda skiljanlegt þar sem meirihlutinn af hópnum hér á suður eyjunni er hér aðeins tímabundið (í námi eða að afla sér starfsreynslu) Og okkur finnst betra að hafa það þannig, og frekar að taka þátt ef einhverjar athafnir eiga sér stað sem við tökum þátt í, eða eitthvað annað sérstakt...
Ekki er mikill áhugi fyrir að greiða félagsgjöld, enda skiljanlegt þar sem meirihlutinn af hópnum hér á suður eyjunni er hér aðeins tímabundið (í námi eða að afla sér starfsreynslu) Og okkur finnst betra að hafa það þannig, og frekar að taka þátt ef einhverjar athafnir eiga sér stað sem við tökum þátt í, eða eitthvað annað sérstakt...
Ég vil sérstaklega hrósa þeim sem hafa staðið að undanförnum þorrablótum, og set hérna inn eina mynd frá því síðasta..
Enn og aftur hvet ég ykkur til að kommenta, sérstaklega hér í byrjun (svo við fáum tölu á okkur) og að setja linkana ykkar með
(svo auðvitað ef þið viljið óska eftir aðgangi)
Frá mínum bæjardyrum séð, finnst mér mjög mikilvægt að taka vel á móti Íslendingum sem eru að byrja nýtt líf hér á Nýjasjálandi - hvort sem það er stutt eða langtíma stopp.
Kær kveðja
Emma :)
7 comments:
Halló þetta er Hera, bara að kvitta og segja hæ, en gleðilega nýja síðu!
xox
kaeru samborgarar til hamingju med nyja sidu!
hjortur Varaformadur:)
HÆ frá Bjössa, flott síða !
Hæ hæ,
Mjög töff framtak :)
Sé að það vantar allavega link á Ingó af þeim sem eru hér í CHCH en slóðin á síðuna hans er http://www.ingolfurkolb.blogspot.com/ Sýnist hann vera eitthvað latur að blogga, en allavega linkur þar á myndirnar hans.
Væri töff að bæta við myndasíðu hjá Picasa, en það er líka frítt og í gegnum Google. Þá gætum maður smellt inn vel völdum myndum af ykkur frá Þorrablótinu :)
Sjáumst fljótlega,
Þorbjörg
Frábært :) takk hann er komin inn :)
en kíki á þetta með myndasíðuna :)
xox
Hæhæ.
Við erum ný flutt hingað til Ch.ch. og verðum í 5 mánuði í námi hérna, gaman að sjá að það sé starfrækt íslendingafélag hérna og það væri gaman að komast kannski í samband við einhverja íslendinga!;)
Kær kveðja
Eva Lind og Ragnar
Hæhæ Eva Lind og Ragnar, ég sá það var ekkert kontakt info á þessu kommenti (góð íslenska..) þannig ég vona að þið kíkið aftur hingað og sjáið þetta svar, en endilega sendið email á dagnyemma @ gmail.com og við verðum í sambandi :) :) Bestu kveðjur Hera.
Post a Comment