Tuesday, June 17, 2008

Til hamingju með 17 Júní!


Kæru Íslendingar til hamingju með afmæli lýðveldisins. Þótt höf og álfur skilji að okkur íslendingana sem búum á Nýja Sjálandi þá er sálin svo sannarlega alltaf heima á Fróni á þessum merkis degi.

Oft höfum við Íslendingarnir hérna á suðureyju fagnað þessum degi saman, ekkert formlega heldur bara hist og borðað kjarngóðan íslenskan mat, en þetta árið eru svo margir frá Suðureyju í Víking að ekkert hefur orðið af neinni samkomu. Þá spilar líka inn í að þennan dag ber upp á þriðjudegi. En við fjölskildan erum í hátíðarstemningu og ætlum að borða lambalæri með brúnuðum kartöflum og rauðkáli í kvöld Við höfum líka fengið þetta ekta 17 júní veður í dag, smá riggningarsudda og það skemmir nú ekki.

Ég hef fengið fyrirspurnir varðandi þorrablótin okkar hér fyrir sunnan en þau hafa bara orðið til þegar einhver framtakssamur skipuleggur þau og svo skiptir fólk með sér verkum varðandi að útvega og vinna matföng , en næst þegar að það gerist er upplagt að vera í sambandi á þessari síðu, því kanski vilja fleiri taka þátt. En kæru landar, endilega reynum að vera í góðu sambandi.
Áfram Ísland! Bestu kveðjur Emma

3 comments:

Anonymous said...

Hæhæ.

Flott framtak Emma. Gaman að vita að löndum sýnum hér á Suðureyjunni. Ég er að setjast að hér í Nelson, Konan mín er héðan, Ég var mjög hissa að sjá að Hampiðjan er hér.

Það væri gaman að vita ef einhverjir íslendigar búsettir hérna í Nelson eða í kring.
Kveðja.

Guðsteinn

gudsteinn@gmail.com

Sif said...

Hallo. Eg er buin ad vera herna i 6 ar og thetta er i fyrsta sinn sem eg heyri af odrum Islendingum herna. Er thetta klubbur sem hittist eda bara sona online? Endilega latid mig vita. :)

Hera said...

Halló Sif, já við á suður eyjunni erum allavega í sambandi reglulega og hittumst meðal annars í saumaklúbbum ;) og höldum Þorrablót..

Svo verður haldin Scandinavian festival í Auckland á næsta ári, en allar upplýsingarnar um hana eru hér á þesssari síðu http://icelandnz.blogspot.com/2008/03/scandinavian-festival.html

Endilega sendu email á dagnyemma@gmail.com með þínum upplýsingum svo við getum sett þig inn á þessa síðu (sjá hægra megin neðarlega listi yfir íslendingana hér) og sent þér póst þegar þessi síða er uppfærð :)